Tor-vafrinn fyrir Android
Tor-vafrinn fyrir Android er eini opinberi snjalltækjavafrinn sem hannaður er og studdur af Tor-verkefninu.
Þetta er mjög líkt Tor-vafranum á venjulegum tölvum, nema að virka á Android.
Sem helstu eiginleika Tor-vafrans fyrir Android mætti telja: minnkar líkur á rakningu milli vefsvæða, varnir gegn eftirliti, gerir erfiðara að gera fingraför af vafra og býður upp á hjáleiðir framhjá ritskoðun.
NIÐURHAL OG UPPSETNING
Til eru bæði Tor-vafrinn fyrir Android og Tor-vafrinn fyrir Android (alfa).
Notendur sem ekki eru mjög tæknilega þenkjandi ættu að sækja Tor-vafrann fyrir Android, þar sem þetta er stöðug útgáfa þar sem villur koma mun síður fram.
Tor-vafrinn fyrir Android er tiltækur í Play Store, F-Droid og á vefsvæði Tor-verkefnisins.
Mikil áhætta fylgir því að sækja Tor-vafrann utan þessara þriggja staða.
Google Play
Þú getur sett upp Tor-vafrann fyrir Android úr Google Play Store.
F-Droid
Það er Guardian Project sem sér um Tor-vafrann fyrir Android í F-Droid hugbúnaðarsafninu þeirra.
Ef þú kýst að setja forritið upp í gegnum F-Droid, skaltu fara í gegnum þessi skref:
Sæktu og settu upp F-Droid forritið á Android-tækinu þínu af vefsvæði F-Droid.
Eftir að F-Droid hefur verið sett upp, opnaðu forritið.
Í horninu niðri til hægri skaltu opna "Stillingar".
Undir 'Forritin mín' velurðu síðan 'Hugbúnaðarsöfn'.
Víxlaðu "Guardian Project Official Releases" á sem virku.
Núna sækir F-Droid lista yfir forrit í hugbúnaðarsafni Guardian Project (athugaðu: þetta getur tekið nokkrar mínútur).
Ýttu á 'Til baka'-hnappinn í horninu efst til vinstri.
Opnaðu "Nýjast" í horninu neðst til vinstri.
Opnaðu leitarskjáinn með því að ýta á stækkunarglerið neðarlega hægra megin.
Leitaðu að "Tor-vafrinn fyrir Android" eða "Tor Browser for Android".
Opnaðu leitarniðurstöðuna sem heitir "Tor-Verkefnið/The Tor Project" og settu það upp.
Vefsvæði Tor-verkefnisins
Þú getur líka náð í Tor-vafrann fyrir Android með því að sækja og setja upp apk-pakka af vefsvæði Tor-verkefnisins.
AÐ KEYRA TOR-VAFRANN Á ANDROID Í FYRSTA SKIPTI
When you run Tor Browser for the first time, you will see the option to connect directly to the Tor network, or to configure Tor Browser for your connection.
Tengjast
Í flestum tilfellum er nóg að velja "Tengjast" til að tengjast Tor-netinu án frekari uppsetningar.
Once tapped, a status bar will appear, indicating Tor's connection progress.
If you are on a relatively fast connection, but the progress bar gets stuck at a certain point, you might have to configure Tor Browser.
Stilla
If you know that your connection is censored, you should tap on "Configure connection".
Navigate to the 'Connection' section of the Settings.
Ef þú veist að tengingin þín sé ritskoðuð, eða ef þú hefur þegar reynt að tengjast við Tor og það mistekist án þess að nokkrar aðrar lausnir hafi virkað, þá ættirðu að smella á rofann 'Stilla brú'.
You will then be taken to the 'Config Bridge' screen to configure a pluggable transport.
HJÁLEIÐIR
Brúarendurvarpar eru Tor-endurvarpar sem ekki eru skráðir í opinberu Tor-endurvarpaskrána.
Brýr eru nytsamlegar fyrir þá notendur Tor sem búa við kúgunarstjórn og fyrir fólk sem vill bæta við öryggislagi vegna þess að það hefur áhyggjur af að gæti einhver komist að því að það sé að tengjast við opinbert IP-vistfang á Tor-endurvarpa.
To use a pluggable transport, tap on "Configure Connection" when starting Tor Browser for the first time.
Navigate to the 'Connection' section of the Settings and tap on 'Config Bridge' to configure a bridge.
Næsti skjár gefur kost á að velja hvort nota eigi innbyggða brú eða sérsniðna brú.
Toggle "Use a Bridge" option, which will present three options: "obfs4", "meek-azure", and "snowflake".
Ef þú velur "Gefa brú sem ég þekki" þarftu að setja inn vistfang brúar.
New Tor Circuit
To reload the currently active tab over a new Tor circuit tap on the "New circuit" option from the menu.
This option does not affect connections on other tabs and does not clear any private information or unlink your activity.
ÖRYGGISSTIG
Security levels disable certain web features that can be used to compromise your security and anonymity.
Tor-vafrinn fyrir Android gefur sömu þrjú öryggisstig og þau sem borðtölvuútgáfan býður.
Þú getur breytt öryggisstiginu með því að fylgja eftirfarandi þrepum:
- Ýttu á hnappinn með 3 lóðréttum punktum í slóðastikunni.
- Scroll down and tap on "Security Level".
- Þú getur núna valið valkost, t.d. Staðlað, Öruggara eða Öruggast.
UPPFÆRSLA
Tor Browser must be kept updated at all times.
If you continue to use an outdated version of the software, you may be vulnerable to serious security flaws that compromise your privacy and anonymity.
Þú getur uppfært Tor-vafrann sjálfvirkt eða handvirkt.
Sjálfvirk uppfærsla á Tor-vafranum fyrir Android
Þessi aðferð gengur út frá því að þú sért með annað hvort Google Play eða F-Droid uppsett á snjalltækinu þínu.
Google Play
- Opnaðu Google Play Store forritið.
- Efst hægra megin, ýttu á táknmynd notandasniðsins.
- Ýttu á 'Sýsla með forrit og tæki'.
- Ýttu á 'Sýsla'-flipann.
- Ýttu á 'Uppfærslur tiltækar'
- Ýttu á Tor-vafrann fyrir Android í listanum yfir forrit sem þarf að uppfæra.
- Ýttu á 'Uppfæra'.
F-Droid
Ýttu á "Stillingar", farðu síðan í "Sýsla með uppsett forrit".
Á næsta skjá skaltu velja "Tor-vafrinn" og að lokum ýta á hnappinn "Uppfæra".
Handvirk uppfærsla á Tor-vafranum fyrir Android
Heimsæktu vefsvæði Tor-verkefnisins og náðu í eintak af nýjustu útgáfu Tor-vafrans, settu hana síðan upp eins og venjulega.
Í flestum tilfellum mun þessi nýjasta útgáfa Tor-vafrans verða sett upp yfir eldri útgáfuna og þar með uppfæra vafrann.
Ef þetta nær ekki að uppfæra vafrann, gætirðu þurft að fjarlægja fyrst Tor-vafrann áður en hann er aftur settur upp.
Með Tor-vafrann lokaðann, fjarlægðu hann úr kerfinu með því að nota stillingar stýrikerfisins.
Það fer eftir gerð snjalltækis; farðu í 'Stillingar' > 'Forrit', síðan á að velja "Tor-vafrinn" og að lokum ýta á hnappinn "Fjarlægja". Þegar því er lokið, skaltu sækja nýjustu útgáfu Tor-vafrans og setja hana upp.
TAKA ÚT UPPSETNINGU
Tor-vafrann fyrir Android er hægt að fjarlægja beint úr F-Droid, Google Play eða úr forritastillingum snjalltækisins.
Google Play
- Opnaðu Google Play Store forritið.
- Efst hægra megin, ýttu á táknmynd notandasniðsins.
- Ýttu á 'Sýsla með forrit og tæki'.
- Ýttu á 'Sýsla'-flipann.
- Ýttu á Tor-vafrann fyrir Android í listanum yfir uppsett forrit í tækinu þínu.
- Ýttu á 'Fjarlægja'.
F-Droid
Ýttu á "Stillingar", farðu síðan í "Sýsla með uppsett forrit".
Á næsta skjá skaltu velja "Tor-vafrinn" og að lokum ýta á hnappinn "Fjarlægja".
Stillingar forrits á snjalltækjum
Það fer eftir gerð snjalltækis; farðu í 'Stillingar' > 'Forrit', síðan á að velja "Tor-vafrinn" og að lokum ýta á hnappinn "Fjarlægja".
LAUSN Á VANDAMÁLUM
Skoða atvikaskrár Tor
Til að skoða atvikaskrár þínar fyrir Tor:
- Tap on the settings icon or "Configure connection" when on the "Connect to Tor" screen.
- Navigate to the "Connection" section of the Settings.
- Tap on "Tor Logs"
To copy the Tor logs to the clipboard, tap on the "Copy" button at the bottom of the screen.
Til að finna lausnir á ýmsum algengum vandamálum skaltu skoða yfirlitið á aðstoðargáttinni.
ÞEKKT VANDAMÁL
Í augnablikinu eru nokkrir eiginleikar sem ekki eru í boði í Tor-vafranum fyrir Android, en sem eru til taks í venjulega Tor-vafranum fyrir borðtölvur.
- Þú sérð ekki Tor-rásina þína. #41234
- Tor-vafrinn fyrir Android tengist ekki þegar hann er yfirfærður á SD-minniskort. #31814
- Þú getur ekki tekið skjámyndir með Tor-vafranum fyrir Android. #27987
- Þú getur ekki opnað onion-vistföng sem krefjast auðkenningar biðlara #31672
- 'New Identity' feature is not available on Tor Browser for Android. #42589
Meira um Tor á snjalltækjum
Orfox
Orfox var fyrst gefið út árið 2015 af The Guardian Project, með það að markmiði að gefa notendum Android færi á að vafra um internetið í gegnum Tor.
Á næstu þremur árum var Orfox sífellt endurbætt og varð að vinsælli leið til að vafra um internetið með betri persónuvernd en gerðist í hefðbundnum vöfrum, og var Orfox mikilvægur þáttur í að hjálpa fólki við að komast framhjá ritskoðun og takmörkunum á aðgangi að mikilvægum upplýsingum.
Árið 2019 var þróun Orfox hætt eftir að Tor-vafrinn fyrir Tor var kynntur til sögunnar.
Orbot
Orbot er frjálst milliþjónsforrit (proxy app) sem gerir öðrum forritum kleift að nota Tor-netkerfið.
Orbot notar Tor til að dulrita umferð á internetinu.
Þannig getur þú notað það með öðrum forritum á snjalltækjunum þínum til að fara framhjá ritskoðun og verja gegn eftirliti.
Hægt er að sækja Orbot og setja upp úr Google Play.
Skoðaðu aðstoðarvefinn okkar til að sjá hvort þú þarft bæði Tor-vafrann fyrir Android og Orbot eða annað hvort þeirra.
Tor-vafrinn fyrir iOS
Það er enginn Tor-vafri til fyrir iOS.
Við mælum með iOS-forriti sem kallast Onion Browser, sem er með opnum grunnkóða, notar beiningu í gegnum Tor, og er þróað af aðilum sem vinna náið með Tor-verkefninu.
Hinsvegar; Apple krefst þess að vafrar á iOS-stýrikerfinu noti Webkit, sem kemur í veg fyrir að Onion Browser geti verið með alveg sömu varnir fyrir persónuupplýsingar eins og Tor-vafrinn veitir.
Lesa meira um Onion Browser vafrann.
Sæktu Onion-vafrann úr App Store safninu.
Tor-vafrinn fyrir Windows Phone
í augnablikinu er engin aðferð til að keyra Tor á eldri Windows símum, en hvað varðar nýrri Microsoft-vörumerkta síma er hægt að fylgja sömu skrefum eins og fyrir Tor-vafrann á Android.